Stífar samningaviðræður um hækkun skuldaþaksins í Bandaríkjunum hafa staðið yfir undanfarið. Oddur Þórðarson rýndi í þetta fyrirbæri, hvað er skuldaþak og til hvers er það? Og hvers vegna er settur á svið samkvæmisleikur og samningaviðræður þegar kemur að nauðsynlegri hækkun skuldaþaksins.
Fólk í dag eignast töluvert færi börn nú en fyrir 50 árum. Fæðingartíðnin í löndum OECD er nú komin niður fyrir það sem stofnunin telur nauðsynlegt til að viðhalda mannkyninu og yfir 100 þjóðir eru undir þeim mörkum, þar á meðal Ísland. Hverjar eru skýringarnar og hvað er hægt að gera til að breyta þessu? Hallgrímur Indriðason skoðar málið með aðstoð Ara Klængs Jónssonar, doktors í mannfjöldafræði.
Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.