Starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins hefur lagt fram 30 tillögur um nánara samstarf Íslendinga og Færeyinga. Tillögurnar eru settar fram í skýrslu til utanríkisráðherra. Skýrslan var til umræðu á fundi Færeysk-íslenska viðskiptaráðsins. Meðal tillagna er að stofnað verði til samstarfsráðs milli Íslands og Færeyja, sem m.a. fái það hlutverk að vinna að framgangi tillagna hópsins. Bogi Ágústsson ræddi við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem skipaði starfshópinn, um skýrsluna, tillögurnar og samstarf og samvinnu þjóðanna. Um þetta var fjallað í Heimsglugga dagsins.