Stuðningsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta ruddust inn í þinghús Bandaríkjanna og stöðvuðu þingfundi um tíma. Trump hvatti fólk sem sótti fund til stuðnings honum til að marséra að þinghúsinu og espaði stuðningsmenn sína með margítrekuðum lygum um að svindl í forsetakosningunum í nóvember, sem hann tapaði. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu þessi mál í lengdum Heimsglugga við Boga Ágústsson, Silju Báru Ómarsdóttur prófessor og Ragnheiði Elínu Árnadóttur fyrrverandi ráðherra.