Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kristinn Schram dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB sem gegnir formennsku í Norræna verkalýðssambandinu ræddu um Grænland og áhuga Bandaríkjaforseta á að kaupa það, stöðu Grænlendinga gagnvart Danmörku, komu Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna til Íslands og það að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður ekki á landinu þegar hann kemur, kjaramál, styttingu vinnuvikunnar og sameiningu sveitarfélaga.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir