Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, var gestur Morgunvaktarinnar. Rætt var við hann um fjölmörg viðfangsefni samtakanna, aukið kjarnaframlag Íslendinga til UNICEF, Barnahjálparsjóðs Sameinuðu þjóðanna, Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og UN Women, en Ísland hefur lagt áherslu á stuðning við þær í þróunarsamvinnu innan Sameinuðu þjóðanna.
Rætt var um mannfjöldaþróun, fátækt og baráttuna gegn hlýnun loftslagsins en Árni segir að þessi mál tengist öll.