Gestir þáttarins eru þau Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ og viðskiptastjóri Pure North Recycling, Jakob Frímann Magnússson, tónlistarmaður og athafnaskáld, og Sigrún Helga Lund, tölfræðingur. Rætt var um vasklega framgöngu Sigrúnar Helgu, sem skakkaði leikinn þegar hópur manna gekk í skrokk á bjargarlausum manni í miðborginni, ákvörðum stjórnvalda að hrófla ekki við klukkunni, mistök við sýnagreiningu hjá Krabbameinsfélaginu, þrönga stöðu tónlistarfólks vegna Covid, andlega heilsu á tímum farsóttar og almennt um sóttvarnaraðgerðir.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon