Í Færeyjum þurftu Rósa Heinesen og Niels Rødgaard, færeyskt par, búsett í Danmörku, að greiða hundruð þúsunda fyrir að fæða barn sitt í Færeyjum, þar sem þau teljast ekki vera með færeyska sjúkratryggingu. Þau vildu fæða barnið í Þórshöfn svo móðir Niels gæti séð fyrsta barnabarn sitt en hún er helsjúk af krabbameini.
Í Bretlandi hefur banaslys í ágúst verið mikið í umræðu. Bandarísk kona, gift er diplómata varð 18 ára pilti að bana í bílslysi og flýði til Bandaríkjanna skömmu síðar. Ekki er hægt að krefjast framsals hennar þar eð hún nýtur diplómatískrar friðhelgi. Foreldrar piltsins eru nú í Bandaríkjunum að leita réttlætis og Trump Bandaríkjaforseti hitti þá í Hvíta húsinu.
Brexit eina ferðina enn. Þegar þátturinn var sendur út var ekki vitað að samningar hefðu tekist milli ríkisstjórnar Bretlands og Evrópusambandsins um útgöngu Breta úr ESB. En það leikur vafi á því hvort Neðri-málstofa breska þingið samþykkti hann í atkvæðagreiðslu á laugardag. Sambandssinnar í DUP flokknum á Norður-Írlandi ætla ekki að styðja hann óbreyttan og stjórnarandstaðan leggst gegn honum.