Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræða áfram um Geir Inge Sivertsen, norska sjávarútvegsráðherrann sem lenti í pólitískum vandræðum og hraktist að endingu úr embætti vegna þess að hann var í frímúrarastúku. Staðan í bandarískum stjórnmálum eftir „Super-Tuesday“. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur bætt stöðu sína verulega og líkur benda til þess að kapphlaupið um að verða forsetaefni Demókrata í haust standi á milli hans og Bernies Sanders. Þá er einnig rætt um kynferðisáreitni á Grænlandi, framkvæmdastjóri Siumut-flokksins var leystur frá störfum eftir að 10 konur rituðu bréf þar sem þær sökuðu hann um kynferðislega áreitni og óviðeigandi framkomu. Þá er minnst á gjaldþrot breska innanlandsflugfélagsins Flybe, en afbókanir vegna COVID 19 veirufaraldursins riðu félaginu að fullu.