Í Heimsglugga vikunnar var rætt um mögulega eftirmenn Borisar Johnsons sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins og einnig talað um áhyggjur margra af því að Johnson hafi unnið verulegt tjón á lýðræðinu og stofnunum þess. Þar að auki hafi stjórn Johnsons skaðað orðstír Breta og sambúðina við hefðbundnar vina- og bandalagsþjóðir, einræðisríkjum til gleði. Þá ræddu Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir við Boga Ágústsson um hættuna sem margir telja að steðji að lýðræði í heiminum. Það eru liðnir þeir tímar þegar Francis Fukuyama sagði enda sögunnar; að frjálslynt, vestrænt lýðræði hlyti að vera framtíðarstjórnarform mannkyns. Við heyrðum í nokkrum málsmetandi mönnum sem hafa áhyggjur af framtíð lýðræðis, John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Breta; Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti; og Håkan Juholt, fyrrverandi leiðtogi sænskra jafnaðarmanna og sendiherra á Íslandi.