Klausturmálið var meðal þess sem hæst bar í vikunni. Það er höfuðverkefni Alþingis að endurvinna traust almennings til þess og það verk þarf forsætisnefnd Alþingis að leiða. Í henni sitja gestir Vikulokanna að þessu sinni; þau Brynjar Níelsson (D), Guðjón Brjánsson (S), Þorsteinn Sæmundsson (M) og Þórunn Egilsdóttir (B). Rætt um áhrif Klausturmálsins og yfirlýsingu Ágústs Ólafs Ágústssonar um að hann fari í leyfi frá þingstörfum eftir að trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar áminnti hann. Samskipti kynjanna og þingstörfin eftir áramót.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir
Tæknimaður: Davíð Berndsen