Heimsglugginn

Danska ríkissambandið, 500 ára afmæli Svíþjóðar og dönsk íþróttalýsing


Listen Later

Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir ræddu að venju erlend málefni á fimmtudegi við Boga Ágústsson. Athyglin beindist að þessu sinni að danska ríkissambandinu, Rigsfællesskabet. Það er talsverð spenna á milli Grænlendinga og Dana. Grænlendingar eru óánægðir með að Dani var skipaður sendiherra norðurslóða, segja að grænlenskur diplómat eigi að gegna embættinu, Grænland sé norðurslóðasvæðið í ríkissambandinu.
Þau ræddu einnig að Svíar minnast þess að 500 ár eru liðin frá stofnun núverandi ríkis í Svíþjóð og formlegum lokum Kalmar-sambandsins. Það var þegar Gústaf Eiríksson Vasa var kjörinn konungur 6. júní 1523. Afkomendur hans sátu einvaldir á valdastóli þangað til 1809 er Svíar fengu nýja stjórnarskrá sem takmarkaði vald konungs. Gustav IV Adolf var settur af við sama tækifæri og föðurbróðir hans Karl XIII tók við. Sá átti ekki börn og Svíar buðu því frönskum hershöfðingja, Jean Bernadotte, að verða ríkisarfi og hann varð svo Karl XIV Johan. Afkomendur hans hafa verið konungar Svíþjóðar síðan.
Í lokin heyrðum við er Mads Thyrsted, íþróttafréttamaður Danmarks Radio, lýsti jöfnunarmarki Árósaliðsins AGF gegn Brøndy í lokaumferð dönsku knattspyrnunnar. AGF þurfti að ná jafntefli til að fá bronsverðlaun í efstu deild og komast í Evrópukeppni. Thyrsted fór með himinskautum í lýsingu sinni.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

468 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

9 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

153 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

95 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

69 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

29 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

23 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

9 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners