Sveitarstjórnarkosningar voru í Danmörku og dagblaðið Politiken skrifar að kosningarnar í ár séu minnisstæðar vegna margra stórtíðinda og kollhnís hafi verið í stjórnmálum í mörgum bæjarfélögum. Mesta athygli vekur að fylgi Danska þjóðarflokksins hrundi frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Danski þjóðarflokkurinn fékk kinnhest í síðustu þingkosningum árið 2019 og minnkar enn.
Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu dönsk stjórnmál við Boga Ágústsson í Heimsglugganum og einnig verðbólgu sem er vaxandi vandamál í fjölmörgum löndum heims.