Heimsglugginn

Efnahags- og stjórnmál í Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð


Listen Later

Stjórnmálaflokkar í Bretlandi halda landsfundi þessar vikurnar, Frjálslyndir demókratar í síðustu viku, Verkamannaflokkurinn í þessari og Íhaldsflokkurinn í næstu viku. Hamingja og eindrægni ríkti hjá Frjálslyndum sem fengu 72 þingmenn kjörna í þingkosningunum í júlí. Ekki hafa setið fleiri Frjálslyndir í neðri málstofunni í heila öld. Ætla hefði mátt að sigurgleði ríkti einnig á landsfundi Verkamannaflokksins sem vann stórsigur í sumar og fékk 404 þingsæti. Því var ekki að heilsa, flokksmenn samþykktu ályktun um að hætta við að skerða húshitunarstyrk sem allir eldri borgarar hafa fengið. Ný stjórn Verkamannaflokksins hyggst aðeins greiða þeim allra fátækustu húshitunarstyrk og hefur sú ákvörðun valdið mikilli óánægju. Búist er við að leiðtogakjör verði efst á baugi á þingi Íhaldsflokksins í næstu viku þar sem fjórir frambjóðendur hafa tækifæri til að kynna sig.
Moderaterne í Danmörku hafa átt í vandræðum frá því að nokkrir starfsmenn á skrifstofu flokksins klöguðu til danska vinnueftirlitsins í ágúst. Sögðu þau vinnuumhverfið mjög slæmt, fólk lagt í einelti og framkoma yfirmanna fjarri öllu lagi. Uppsagnir og hreinsanir hafa fylgt og í gær hætti Kirsten Munch Andersen, framkvæmdastjóri flokksins.
Ný þjóðhagsspá danska seðlabankans gerir ráð fyrir lítilli verðbólgu og viðunandi hagvexti. Í Svíþjóð voru stýrivextir lækkaðir og seðlabankastjóri vill auka einkaneyslu til að vinna gegn samdrætti og auknu atvinnuleysi.
Maria Malmer Stenergard, nýr utanríkisráðherra Svía, segir í viðtalið við Dagens Nyheter að innflytjendur séu minna vandamál ef „þeir líkjast okkur“. Norska stjórnin hefur boðað strangari innflytjendastefnu.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

470 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

9 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

148 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

14 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

74 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

32 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

6 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

5 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

22 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

10 Listeners