Heimsglugginn

Eric Zemmour og Boris Johnson


Listen Later

Það verða forsetakosningar í Frakklandi í apríl, Emmanuel Macron ætlar að leita endurkjörs. Hann var kjörinn forseti 2017 og hafði þá betur í síðari umferðinni gegn Marine Le Pen, sem var þá lengst til hægri í frönskum stjórnmálum. Macron fékk 66% atkvæða og hún 34% svo þetta var stórsigur. En Macron er ekki nærri eins vinsæll núna og Le Pen hefur mátt sjá annan stjórnmálamann taka yfir hlutverkið sem mesti hægrimaðurinn í franskri pólitík. Það er Eric Zemmour, 63 ára blaðamaður sem var á Le Figaro þangað til í fyrra og jafnhliða með útvarpsþætti á RTL og fleiri stöðvum.
Zemmour er þekktur fyrir mjög eindregnar hægriskoðanir sínar. Flokkur hans nefnist Reconquête sem mætti þýða sem ?endurheimt? og það vísar til þess að Frakkar eigi að endurheimta landið úr höndum múslima. Það vekur nokkra athygli að Eric Zemmour hefur látið í ljós mikla hrifningu á ýmsu í Danaveldi og sagt að Frakkar ættu að taka Dani sér til fyrirmyndar í stefnu í innflytjendamálum. Jafnaðarmenn í Danmörku eru sennilega lítt hrifnir af því að últrahægrimaður í Frakklandi sé mikill aðdáandi þeirra.
Boris Johnson varð fyrir þungum áföllum og átti í vök að verjast í fyrirspurnatíma forsætisráðherra í breska þinginu í hádeginu í gær. Þingmaður yfirgaf Íhaldsflokkinn og David Davis, fyrrverandi Brexit-ráðherra og einn af þungavigtarmönnum flokksins, sagði að nú væri tími kominn fyrir Johnson að hætta. ?You have sat here too long for any good you have done. In the name of God, go!? Í guðs nafni hypjaðu þig!
Davis var þarna að vitna í Leo Amery, sem var meðal forystumanna Íhaldsflokksins. Hann sagði þetta í neðri málstofunni í maí 1940 í umræðu um ófarir breska hersins í Noregi. Þessi umræða var til þess að Chamberlain hrökklaðist frá völdum og Winston Churchill tók við sem forsætisráðherra.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

469 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

9 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

26 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

22 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners