Við upphaf nýs árs er vitað um margt sem á eftir að gerast. Það verða forsetakosningar í Bandaríkjunum í nóvember og kosningabaráttan á eftir að verða mikið í fréttum. Allar líkur eru á að loftslagsváin verði mikið til umræðu, sömuleiðis flóttamannavandamál og fólksflutningar. Þá er líklegt að milljónir Evrópubúa fylgist með úrslitum Evrópumótsins í karlaknattspyrnu og að hundruð milljóna um allan heim horfi á útsendingar frá Ólympíuleikunum í Japan. En auðvitað er ekki hægt að spá fyrir um óvænta atburði og líklega gerist eitthvað sem á eftir að koma öllum að óvörum. Um þetta var rætt í fyrsta Heimsglugga ársins 2020.