Í þessum þætti tölum við Helgi Ómars um hvernig við eldum í bunkum og undirbúum heilsusamlega máltíðir fyrir vikuna .
Því undirbúningur er árangur og ef við eigum tilbúna hollustu í ísskápnum eftir langan vinnudag þegar hungrið er í botni og örvæntingin allsráðandi þá þökkum við fyrir að hafa eytt smá tíma í að preppa, skera, sjóða, steikja, grilla þegar við vorum í stuði.
Við tölum um okkar uppáhalds samsetningar, uppskriftir og rétti og hvernig við hendum í heilsusamlega en jafnframt gómsæta máltíð á núlleinni.
Hvernig við forgangsröðum fjölbreytni og nálgumst mat frekar en að forðast til að fá aldrei leið á hollustunni.
Vörur sem talað er um í þættinum og hvar þær fást:
Lighter than light mæjónes fást í Nettó, Krónunni, Hagkaupum.
Uppskriftabókin Undirbúningur er árangur fæst á www.29linur.com
Kókoshnetutortillur fást á www.veganbudin.is
Sykurlausu Good Good sulturnar, Allos smyrjur, Sistema nestisbox, Brave ristaðar baunir fást í Nettó
Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi.
www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann
[email protected] ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf
Facebook/RaggaNagli
Helgi Ómars: Instagram @helgiomarsson og bloggar á Trendnet.is
Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’
Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur
Afsláttarkóðar:
Veganbúðin: ragganagli = 15%
Under Armour: ragganagli = 20%
Hverslun.is ragganagli20 = 20%
www.goodgoodbrand.net: ragganagli20
24iceland: ragganagli20