Kristján Samúelsson eða Kiddi Sam er að öðrum ólöstuðum einn fremsti fitness og vaxtarræktarkappi sinnar kynslóðar. Hann keppti á yfir 10 mótum en hefur nú lagt Speedo skýluna á hilluna. Kiddi byrjaði að lyfta lóðum 16 ára gamall og keppti fyrst árið 1997. Hann hefur verið búsettur í Malmö síðasta áratuginn og starfað lengi sem einkaþjálfari og fjarþjálfari og er hafsjór að fróðleik þegar kemur að lyftingum, niðurskurði, mataræði og öðrum undirbúningi fyrir mót. Í þessum þætti nördumst við í Ketó, fitness, þjálfun, Crossfit, lyftingum og hvernig maður sameinar fitnessundirbúning með fjölskyldulífi. Hann segir okkur frá sínum stærstu mistökum í undirbúningi fyrir mót og kemur með skemmtilegar sögur af svaðilförum í Austur Evrópu.
Instagram @kiddisam
Facebook Kristjan Samuelsson
Upphafs og lokastefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’
Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur.
Afsláttarkóðar:
24Iceland.is = ragganagli = 20% afsláttur
Hverslun.is = ragganagli = 20 % afsláttur
Altis.is = ragganagli = 20% afsláttur