Föstudagur 11. apríl
Hipp hopp varpið - 2. þáttur
í þessum þætti ræðir Sesar A við Þórdísi Claessen um hennar fyrstu kynni af, og lífinu með, hipp-hoppi. Þórdís breikaði í Breiðholti, og kynntist Hipp Hoppinu um miðjan níunda áratuginn þegar hún var í barnaskóla. Kraftur þessarar hreyfingar greip hana samstundis og mótaði að einhverju leyti hennar líf. Hún gaf út bók um íslenskt graffíti fyrir nokkrum árum, hefur tekið virkan þátt í tónlistarlífinu og starfað lengi við grafíska hönnun og myndlist. Síðustu árin hefur hún snúið sér að mannlífsskoðun í dagskrárgerð Landans á RÚV og einnig einbeitt sér mikið að bassaleik með sínum hljómsveitum, enda tónlistin hennar næring.