Í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 var ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson um hitabylgju í Norður-Ameríku, um áskorun til Kínverja um fjölmiðla- og tjáningarfrelsi sem ritstjórar Aftenposten, Dagens Nyheter, Helsingin Sanomat og Politiken birta í blöðum sínum í dag á 100 ára afmæli kínverska kommúnistaflokksins. Kórónuveirufaraldurinn í nokkrum löndum var einnig til umræðu. Í lokin var rætt um fótboltaæði sem runnið hefur á þær Evrópuþjóðir sem eftir standa í úrslitakeppni EM. Við heyrðum svo í lokin Re-sepp-ten, eitt þekktasta fótboltalag allra tíma þegar danska landsliðið 1986 söng ,,Vi er røde, vi er hvide, vi står sammen side om side."