Heimsglugginn

Hong Kong og formennska Þjóðverja í ESB


Listen Later

Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir ræddu við Boga Ágústsson í Heimsglugganum um nýja löggjöf sem nánast innlimar Hong Kong í alþýðulýðveldið Kína. Bretar og alþjóðasamfélagið telja Kínverja brjóta samkomulag sem gert var áður en Bretar yfirgáfu þessa nýlendu sína 1997. Bresk yfirvöld hafa lofað allt að þremur milljónum Hong Kong-búa landvist og atvinnuleyfi.
Aðalumræðuefnið í Heimsglugganum var formennska Þjóðverja í Evrópusambandinu. Þeirra bíða mörg erfið verkefni og efst á forgangslistanum eru björgunaraðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Áður er farsóttin braust út var talið líklegast að fjárlagarammi ESB næstu árin og Brexit yrðu helstu málin á dagskrá sambandsins næsta hálfa árið. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að hún vilji ná góðum samningum við Breta um framtíðarviðskipti en ESB og Þýskaland verði að búa sig undir að samningar takist ekki.
Þjóðverjar hafa núna ásamt Frökkum lagt til 750 milljarða evra björgunarsjóð sem er ætlaður til að hjálpa þeim ríkjum ESB í suðurhluta Evrópu sem hafa orðið verst úti efnahagslega á síðustu mánuðum, einkum Ítalíu og Spáni. Fimm hundruð milljarðar verði styrkir, ekki lán. Þjóðverjar, Frakkar og framkvæmdastjórn ESB telja að verst settu ríkin séu svo skuldsett að frekari lán gætu sligað þau. Takist ekki að reisa efnahagslífið við geti það þýtt langvarandi kreppu, atvinnuleysi og samdrátt sem kæmi niður á öllum, aukin skuldabyrði verst stöddu ríkjanna gæti einnig leitt til vaxtahækkana sem ríkin stæðu ekki undir, hrun yrði og það bitnaði á öllum ríkjum ESB.
Austurríki, Danmörk, Holland og Svíþjóð eru andvíg því að aðstoð við illa stödd ríki verði í formi styrkja, en Þjóðverjar og Frakkar vonast til að telja þeim hughvarf á leiðtogafundi síðar í júlí.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

470 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

8 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

154 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

92 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

69 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

28 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

23 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

12 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

8 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

16 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners