Heimsglugginn að þessu sinni fjallaði um innrás Rússa í Úkraínu, öllu öðru efni var ýtt til hliðar og útsendingin stóð lengur en venja er. Björn Þór Sigbjörnsson, Guðrún Hálfdánardóttir og Bogi Ágústsson ræddu hvað hefði gerst og hvers vegna. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggismálum, var með eftir klukkan hálf-níu. Áður en Friðrik slóst í hópinn var breska tónlistarmannsins Gary Brookers minnst. Hann var stofnandi Procul Harum og einn höfunda A Whiter Shade of Pale, sem er með allra þekktustu laga poppsögunnar.