Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu stjórnmál á Írlandi en þar hefur verið boðað til kosninga 8. febrúar. Leo Varadkar, taoiseach eða forsætisráðherra, sagði að tími væri til að stokka spilin upp að nýju eftir séð væri fyrir enda á Brexit og heimastjórn væri komin á að nýju á Norður-Írlandi.
Vandræði norsku stjórnarinnar voru einnig stuttlega til umfjöllunar í upphafi spjallsins. Framfaraflokkurinn hefur hóta að hætta stjórnarþátttöku vegna ákvörðunar um að kona, sem tengd er hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu, fái að koma heim til Noregs frá Sýrlandi ásamt tveimur börnum sínum. Norskir geta ekki leyst stjórnarkreppur með nýjum kosningum. Norðmenn kjósa á fjögurra ára fresti, ekki er hægt að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga eins og víðast annars staðar.