Heimsglugginn

Ítalía og Íran, kosningar og mótmæli


Listen Later

Kosningar verða á Ítalíu á sunnudag og kannanir benda til sigurs hægri flokka. Fari svo verður Giorgia Meloni næsti forsætisráðherra. Hún er leiðtogi Fratelli d'Italia, flokks sem á ættir að rekja til fasistahreyfingarinnar á Ítalíu. Fratelli d'Italia, Bræður Ítalíu eða Bræðralag Ítalíu, er í bandalagi með tveimur öðrum hægriflokkum, Lega og Forza Italia. Leiðtogar þeirra eru Matteo Salvini og Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra.
Þetta ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Víðtæk mótmæli í Íran voru einnig til umræðu. Þau hófust eftir að lát ungrar konu spurðist í síðustu viku. Hún var í haldi ,,siðgæðislögreglu" klerkastjórnarinnar í landinu. Yfirvöld segja að konan, Mahsa Amini, hafi fengið hjartaáfall en allt bendir til þess að hún hafi verið barin til bana. Guardian segir sneiðmyndir af höfði Amini sýna beinbrot, blæðingu inn á heila og heilabjúg. Amini var handtekin fyrir meint brot á ströngum lögum klerkastjórnarinnar um klæðaburð kvenna, slæða hennar hafi ekki verið í samræmi við reglurnar að mati ,,siðgæðislögreglunnar". Mótmælt hefur verið í flestum borgum og bæjum landsins og samstaða kvenna virðist mikil. Margir óttast að klerkastjórnin eigi eftir að bregðast við af mikilli grimmd eins og hún hefur gert áður. Þannig voru víðtæk mótmæli 2009 brotin á bak aftur með mikilli hörku þar sem tugir manna féllu og þúsundir voru hnepptar í fangelsi.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

473 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

13 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

5 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

29 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners