Dr. Jón Þ. Þór sagnfræðingur ræðir í viðtali við Magnús Þór Hafsteinsson um tvær bækur sem komu út á dögunum í hans þýðingu en það eru bækurnar Fjórar systur – Saga rússnesku keisaradætranna sem fjallar um ævi rússnesku keisaradætranna, Olgu, Tatjönu, Maríu og Anastasíu og örlög þeirra. Hin bókin ber heitið Bretaveldi og fjallar um þá tíð þegar Bretar réðu víðfeðmasta heimsveldi sem mannkynssagan kann frá að greina. Saga þess hófst á valdadögum Elísabetar I – meykonungsins – á sextándu öld og stóð allt fram á tuttugustu öld.