Heimsglugginn

Kosningar á Grænlandi og hlutverk NATO


Listen Later

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu í Heimsglugga vikunnar við Boga Ágústsson um stjórnmál á Grænlandi þar sem kosningar hafa verið boðaðar 6. apríl, sama dag og kjósa á til sveitarstjórna og safnaðarnefnda. Grænlensk stjórnmál eru flókin, það eru tíð skipti á flokkum í stjórn, þannig að þó að Kim Kielsen hafi verið formaður landsstjórnarinnar frá 2014 hefur hann verið í forystu fyrir fjölda samsteypustjórna og nú síðast minnihlutastjórn. Leiðtogar staldra gjarna stutt við í embætti, klofningur flokka er algengur, leiðtogar sem verða undir stofna iðulega nýja flokka og sumir flokkar lifa stutt.
Ný skoðanakönnun bendir til þess að Inuit Ataqatigiit (IA) vinni sigur í kosningunum og fái 13 sæti af 31 á grænlenska Landsþinginu. Ef svo fer verður Múte B. Egede, formaður flokksins, næsti formaður landsstjórnarinnar eða forsætisráðherra Grænlands. Egede fæddist 1987 og þrátt fyrir ungan aldur hefur hann starfað lengi í pólitík, var formaður ungliðahreyfingar IA og formaður Stúdentaráðs Grænlandsháskóla. Hann hætti námi í sagnfræði til að taka við rekstri fjölskyldufyrirtækis. IA er vinstri flokkur sem kannski væri helst hægt að líkja við Vinstri græn á Íslandi.
Aðalmál kosningabaráttunnar nú verða líklega ný fiskveiðilöggjöf, bygging þriggja flugvalla og námuvinnsla.
Varnarmálaráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins hittust á fjarfundi í gær. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði fyrir nokkrum dögum að bandalagið yrði að horfa til Kína í framtíðinni og margir telja að bandalagsríkjum kunni að stafa hætta af umsvifum Kínverja á netinu og í geimnum í framtíðinni. Stoltenberg segir að vissulega hafi NATO verið stofnað sem svæðisbundið varnarbandalag en ógnir við það séu ekki lengur bundnar við ákveðin svæði heimsins, allur heimurinn sé undir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

473 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

13 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

5 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

29 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners