Aðalaumræðuefni Björns Þórs Sigbjönrssonar og Boga Ágústssonar í Heimsglugganum þessa vikuna voru nýafstaðnar kosningar í Bandaríkjunum. Demókrötum gekk betur en þeir höfðu óttast en Bogi lagði áherslu á að Repúblikanar hefðu samt unnið því allar líkur væru á að þeir fengju meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Meiri óvissa ríkir um úrslitin í öldungadeildinni. Þeir ræddu einnig stjórnmálastöðuna í Færeyjum þar sem boðað hefur verið til kosninga eftir að Miðflokkurinn hætti í samsteypustjórn hægriflokka.