Heimsglugginn

Kosningar í Brasilíu og Svíþjóð og vindorkuver


Listen Later

Jair Bolsonaro og Luiz Inacio Lula da Silva, alltaf kallaður Lula, takast á um forsetaembættið í Brasilíu. Fyrri umferð forestakosninganna þar verður í byrjun næsta mánaðar. Frambjóðendurnir eru afar ólíkir, kannski má líkja þeim við Donald Trump og Bernie Sanders í bandarískum stjórnmálum. Bolsonaro heitir hvorki meira né minna en Messias að millinafni en Lula er með meira fylgi samkvæmt könnunum núna.
Það er hnífjafnt á milli fylkinga hægri og vinstri flokka í Svíþjóð en þar eru tíu dagar til kosninga. Langmest hefur verið rætt um gengjastríð og skotárásir og málefni innflytjenda og það hefur gagnast Svíþjóðardemókrötum sem spáð er mestu fylgi hægriflokka.
Björn Þór Sigbjörnsson ræddi við Boga Ágústsson um þessi mál í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Þeir ræddu einnig í upphafi um Mikhail Gorbatsjov, síðasta forseta Sovétríkjanna, sem lést í vikunni. Einnig um vindorkuver. Samkomulag var undirritað í vikunni um nýtt vindorkuver í hafinu við Borgundarhólm. Sjöfalda á vindorkuframleiðsluna á þessu svæði og rafmagnið á að duga fyrir 20 milljónir heimila. Þá hafa Bretar tekið í notkun stærsta hafvindorkuver í heiminum í Norðursjó, 40 sjómílur undan strönd Jórvíkurskíris. Þarna eru 165 risastórar vindmyllur, hver þeirra er meira en tvisvar sinnum hærri en Hallgrímskirkja. Stjórnstöðin er í Grimsby og finnst mörgum tímanna tákn að gamli útgerðarbærinn skuli vera að breytast í miðstöð grænnar orku.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Þarf alltaf að vera grín? by Þarf alltaf að vera grín?

Þarf alltaf að vera grín?

227 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Beint í bílinn by Sveppalingur1977

Beint í bílinn

28 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Ólafssynir í Undralandi by Útvarp 101

Ólafssynir í Undralandi

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners