Heimsglugginn

Liz Truss tekin við í Bretlandi


Listen Later

Liz Truss þykir hafa staðið sig vel er hún stóð fyrir svörum í fyrsta sinn sem forsætisráðherra í neðri málstofu breska þingsins. Skemmtanagildi fyrirspurnatímans þótti þó minna en þegar Boris Johnson var forsætisráðherra. Þau Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, tókust mest á um skattamál en Truss staðfesti það sem hún sagði í kosningabaráttunni í Íhaldsflokknum að hún ætlaði að lækka skatta og örva efnahagslífið þannig. Truss kynnir í dag umfangsmiklar ráðstafanir vegna gífurlegra hækkana á orkuverði, verðbólgu og þrenginga fólks vegna þess. Ráðstafanirnar verða fjármagnaðar með lántökum. Rishi Sunak keppinautur hennar um leiðtogaembættið í Íhaldsflokknum sagði að efnahagsstefna Truss og fyrirhugaðar skattalækkanir væru algerlega ábyrgðarlausar. Stjórnarandstaðan vill að efnahagsráðstafanir verði fjármagnaðar með hvalrekaskatti á orkufyrirtæki sem flest skila ofurhagnaði.
Truss hefur verið núið um nasir að andstaða hennar við hvalrekaskatt færi milljarða til hinna ríkustu og fyrirtækja sem græði á tá og fingri, fyrirtækja eins og Shell, og það hefur verið rifjað upp að Liz Truss starfaði fyrir Shell. Hún varði þessar fyrirhuguðu skattalækkanir með því að segja að ekki væri hægt að skattleggja sig til hagvaxtar, vöxtur fengist með því að laða að fjárfestingar, hafa lága skatta og breyta kerfinu svo hlutir gengju hraðar fyrir sig, þannig væri hægt að skapa störf og tækifæri um allt landið.
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu bresk stjórnmál við Boga Ágústsson í Heimsglugganum. Þau ræddu einnig Noura al-Qahtani, sem var dæmd í 45 ára fangelsi í Sádí-Arabíu fyrir að flekka mannorð Mohammed bin Salmans krónprins og Salmans konungs og taka þátt í athöfnum sem „grafa undan öryggi og stöðugleika ríkisins“. Henni var einnig gefið að sök að hafa lýst stuðningi við fólk sem hefur „að markmiði að veikja konungdæmið“ og fylgja þeim á Youtube. Hún var einnig dæmd fyrir að hafa lítilsvirt tákn ríkisins, hafa farið fram á að handtekið fólk yrði leyst úr haldi og hindrað rannsókn með því að eyðileggja og fela farsíma sem hún hafi notað við glæpi sína. Svo var hún dæmd fyrir að eiga bannaða bók.
Að lokum var minnst á að skoðanakannanir í Svíþjóð benda til þess að hnífjafnt sé á milli fylkinga hægri og vinstri blokkanna í landinu. Þar verður kosið á sunnudag. Nýjustu kannanir spá mið- og vinstriflokkum örlítið meira fylgi og að þeir fái 177 þingsæti en hægriflokkarnir 172. Munurinn er innan skekkjumarka og undanfarna daga hafa fylkingarnar skipst á að hafa meirihluta.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

472 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

91 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

13 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

6 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners