Heimsglugginn

Mannfækkun, þröng staða Repúblikana og Bent Fabricius-Bjerre


Listen Later

Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir ræddu við Boga Ágústsson um skýrslu sem spáir því að búast megi við því að fólki í 23 vestrænum ríkjum fækki um helming á þessari öld. Ört dragi úr frjósemi í heiminum og Ítalir til dæmis verði aðeins 28 milljónir árið 2100 en nú búa yfir 60 milljónir á Ítalíu. Marvísleg vandamál fylgi fólksfækkun. Eldra fólki fjölgi um leið og börnum fækki og æ færri þurfi að standa undir allri verðmætasköpun. Ítalski rithöfundurinn Salvo Tuscani segir að fólk verði að gera sér grein fyrir að vandamálið sé ekki innflytjendur og flóttamenn heldur fólksfækkun og fólk sem flytur á brott, til dæmis frá heimabyggð hans á Sikiley.
Í Bandaríkjunum stendur Repúblikanaflokkurinn illa í skoðanakönnunum og Donald Trump forseti sömuleiðis. Repúblikanar hafa áhyggjur af því að þeir missi hugsanlega meirihluta sinn í öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum í nóvember. Við heyrðum auglýsingu frá The Lincoln Project, hópi Repúblikana sem berst gegn endurkjöri Trumps. Þær auglýsingar eru sagðar fara mjög fyrir brjóstið á forsetanum og stuðningsfólki hans.
Í lokin var Bents Fabricius-Bjerre minnst, hann var ástsælt tónskáld í Danmörku og samdi mikið af tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Við heyrðum titillagið úr hinni vinsælu þáttaröð Matador. Í útgáfunni sem var spiluð lék tónskáldið sjálft á píanó við undirleik LiveStrings, sem er strengjasveit ungra kvenna. Upptökustjóri var Íslendingurinn Ragnheiður Jónsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

470 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

8 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

154 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

92 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

69 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

28 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

23 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

12 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

8 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

16 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners