Mánudagur 7. júlí
Fréttir á Samstöðinni, peningaleysi í Háskólanum og nýr vinstri flokkur í Bretlandi
Við byrjum sumarútsendingar á Samstöðinni klukkan sjö vegna fórboltans á Ríkissjónvarpinu. Við reynum fyrir okkur í að segja fréttir og ræðum helstu hitamál, en fáum svo prófessorana Magnús Karl Magnússon og Tinnu Laufeyju Ásgeirsdóttur til að segja okkur frá sviknum loforðum stjórnvalda um aukið fé til reksturs háskólanna í landinu. Síðan segir fréttaritari okkar í London, Guðmundur Auðunsson hagfræðingur, frá nýjum vinstri flokki sem þar er í burðarliðnum.