Föstudagur 25. október
Með á nótunum #101
Í þessum þætti fengum við til liðs við okkur Hrund Atladóttur myndlistarkonu og fórum yfir málefni líðandi stundar og allt þar á milli. Hópurinn skellti sér í Bíó Paradís og sá myndina Substance og var hún rædd. Ríkistjórnin er spruning. Nýjar vendingar í máli rapparans P Diddy halda áfram að koma í ljós og virðast fleiri og fleiri frægir flækjast inn í það erfiða mál. Hliðarverðlaun Nóbels voru veitt á dögunum og fékk frekar áhugaverð uppgötvun þau í ár og að sjálfsögðu eru afmælisbörnin á sínum stað.
ATH: Með á nótunum er venjulega á dagskrá Samstöðvarinnar annað hvert þriðjudagskvöld kl. 23 en af óviðráðanlegum orsakum forfallaðist útsending s.l. þriðjudag og sýnum við því þátt þriðjudagsins núna.