Heimsglugginn

Mengun, verðbólga og skortur á grænlenskumælandi fréttamönnum


Listen Later

Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu loftmengun, verðbólgu og skort á grænlenskumælandi fréttamönnum í Heimsglugga dagsins. Ný skýrsla the Lancet Commision bendir til þess að sjötta hvert dauðsfall í heiminum árið 2019 hafi verið vegna mengunar, langmest loftmengunar. Ástandið er verst í fátækari ríkjum heims en í ríkasta hlutanum er unnið að grænni orkuöflun. Í gær var undirritað í Esbjerg samkomulag um gríðarstóran vindmyllugarð í Norðursjónum. Þýskaland, Holland, Belgía, Danmörk og Evrópusambandið, sameinast um þessa framkvæmd og ætlunin er að þar verði helmingurinn af vindmyllurafmagni ESB á hafi framleiddur. Þetta er liður í því að lönd ESB verði kolefnishlutlaus árið 2050.
Þá ræddu þeir um vandræði grænlenska ríkisútvarpsins, KNR, sem á í erfiðleikum með að ráða grænlenskumælandi fréttamenn. KNR hefur þurft að draga úr þjónustu vegna þessa. Ástæðan er að fyrirtæki og stjórnvöld greiða hærri laun en KNR. Við hlýddum að lokum á grænlensku hljómsveitina Nanook flytja lagið Ingerlaliinnaleqaagut. Nanook er skipuð þeim bræðrum Christian og Frederik Elsner auk þriggja annarra en bræðurnir eru leiðtogar hljómsveitarinnar, lagahöfundar, söngvarar og gítarleikarar. Nanook þýðir ísbjarnarguðinn og vísar í gamlar sögur úr inúítatrú enda eru Nanook bræður bæði með vísanir í grænlenskar hefðir og virðingu fyrir náttúrunni.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

22 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners