Heimsglugginn

Mjanmar, Norður-Írland og San Quentin


Listen Later

Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu í Heimsglugganum við Boga Ágústsson um ástandið í Mjanmar, sem áður hét Búrma. Herforingjar rændu völdum þar fyrir ári og síðan hefur ástandið í landinun hríðversnað og svo er komið að óttast er að borgarastyrjöld brjótist út.
Herforingjastjórnin hefur barið niður mótmæli og andstöðu af mikilli hörku. Vitað er um 1500 sem her og lögregla hafa orðið að bana en almennt er talið að miklu fleiri hafi verið drepnir. Víðtæk verkföll hafa lamað atvinnulífið og það hefur orðið mikið bakslag, svo mjög að hætta er á hungursneyð. Sameinuðu þjóðirnar áætla að þjóðarframleiðslan í Mjanmar hafi dregist saman um að minnsta kosti tíu prósent á síðasta ári. Alþjóðabankinn segir raunar að ástandið sé enn verra, efnahagssamdráttur vegna valdaránsins og áhrifa covid sé meira en 30 prósent. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur sagt að ástandið hafi breyst úr pólitískri krísu í mannlegar hamfarir. Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna taldi um mitt ár í fyrra að helmingur þjóðarinnar yrði undir fátækrarmörkum í byrjun þessa árs. Það eru meir en 25 milljónir manns. Framtíðin virðist mjög dökk, lítil von er um frið, fréttaskýrendur hafa sagt vopnaða baráttu gegn herforingjunum nánast vonlausa, hún verði tæpast sigruð á vígvelli. Það eru afar litlar líkur á að efnahagurinn nái sér, raunar margt sem bendir til þess að efnahagsástandið versni enn.
Edwin Poots, landbúnaðarráðherra Norður-Írlands, fyrirskipaði í gærkvöld öllum að óvörum að tollverðir ættu að hætta eftirliti með vörum sem koma frá Bretlandi. Það er brot á Brexit-samningunum og getur sett samninga um framkvæmd þeirra í uppnám.
Í lokin var rætt um San Quentin fangelsið alræmda í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hefur Gavin Newsom, ríkisstjóri, fyrirskipað að dauðaganginum í hinu alræmda San Quentin fangelsi verði lokað. Það eru nærri 700 fangar á dauðadeildinni og þeir verða fluttir í önnur fangelsi og þar verður farið með þá eins og aðra fanga sem dæmdir hafa verið í lífstíðarfangelsi án möguleika á að verða látnir lausir.
San Quentin hefur komið fyrir mörgum kvikmyndum og sjónvarpsmyndum, margar bækur hafa verið skrifaðar þar sem fangelsið kemur við sögu og svo er náttúrulega hið fræga lag Johnny Cash, sem heitir einfaldlega San Quentin. Þekktasta útgáfa lagsins var tekin upp í fangelsinu sjálfu 1969 þar sem fangar voru áheyrendur. Cash syngur fyrir munn fanga um hversu ömurlegt fangelsið sé, lifandi helvíti og að hann hati hvern þumlung. Fangarnir taka vel undir þegar Johnny Cash bölvar San Quentin.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

472 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

91 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

13 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

6 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners