Heimsglugginn

NATO, Skotland og Orkneyjar


Listen Later

Jens Stoltenberg verður áfram framkvæmdastjóri NATO í ár í viðbót og ljóst að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tekur ekki við því embætti fyrr en í fyrsta lagi eftir rúmt ár. Raunar herma fréttir að Bandaríkjastjórn vilji að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, verði þá eftirmaður Stoltenbergs. Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir ræddu þetta við Boga Ágústsson í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1.
Þau ræddu einnig stöðu mála í Skotlandi. Karl konungur III tók í gær formlega við skosku krúnudjásnunum við hátíðlega athöfn í St. Giles-dómkirkjunni í Edinborg. Talsverður hópur lýðveldissinna mótmælti í grennd við kirkjuna. Kannanir benda til þess að um þriðjungur Skota sé andvígur konungdæminu en tæpur helmingur styður það. Þá vill um helmingur Skota að landið verði sjálfstætt ríki og það hefur ekki breyst þó að Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, eigi í margvíslegum vandræðum um þessar mundir. Nýjasta áfallið er að Mhairi Black, ein helsta vonarstjarna flokksins, tilkynnti í gær að hún ætlaði að hætta þingmennsku, hún hefði fengið sig fullsadda af stjórnmálum. Black lenti í orðaskaki við Oliver Dowden varaforsætisráðherra í fyrirspurnartíma forsætisráðherra í neðri málstofu breska þingsins. Dowden minnti á að þau hefðu bæði verið kjörin á þing 2015 og hann væri viss um að hún tæki undir árnaðaróskir til konungs. Dowden vildi með þessu stríða Black sem er lýðveldissinni. Hún svaraði með því að þakka Dowden fyrir að minnast þess að þau hefðu komið á þing á sama tíma og hún væri þess fullviss að þau hættu á sama tíma. Þingheimur hló hátt og lengi.
Undir lok Heimsgluggans var rætt um óskir Orkneyinga um aukið sjálfræði og breytingar á tengslum þeirra við Bretland. Ýmsir hafa rætt um möguleika á að endurvekja tengsl eyjanna við Noreg og Norðurlönd.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

471 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

13 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

5 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners