Bogi Ágústsson og Jóhann Hlíðar Harðarson ræddu um stjórnarkreppuna í Perú, netníð sem beinist gegn stjórnmálamönnum og þekktum persónum. Meirihluti kvenna sem taka þátt í stjórnmálum í Evrópulöndum verður fyrir árásum nettrölla. Þessar árásir eru oft grófar, einkennast af kvenhatri, athugasemdum um útlit og oft eru hótanir um kynferðislegt ofbeldi. Breska sjónvarpskona Rachel Riley sagði í viðtali í Newsnight í sjónvarpi BBC að árásir á sig væru skipulagðar í hópum á whatsapp.
Í lokin var svo fjallað um stefnuræðu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, sem dró upp augnabliksmyndir af lífinu í Danmörku, ræddi samfélagstraust og notkun tungumálsins. Henni fannst sérkennilegt að sjá talað um PLC, pædagogisk lærecenter (uppeldisnámsmiðstöð) , sem einu sinni hefði heitið skólabókasafn.