Heimsglugginn

Norður-Írland, Skotland og Hans-eyja


Listen Later

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu erlend málefni í Heimsglugganum við Boga Ágústsson. Umræðuefni dagsins voru deilur um viðauka við Brexit-samning um Norður-Írland, tilraunir skosku stjórnarinnar til að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Skotland og friðarsamningar Dana og Grænlendinga við Kanadamenn um Hans-eyju, sem liggur milli Grænlands og Kanada.
Breska stjórnin kynnti á mánudaginn frumvarp um einhliða breytingar á Norður-Írlandsákvæði útgöngusamnings Breta úr Evrópusambandinu. Ráðamenn ESB segja ákvæði frumvarpsins brot á samningnum og þar með alþjóðalögum. Sambandið hefur því ákveðið að draga Breta fyrir dóm.
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur hrundið af stað nýrri tilraun til að efna til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Skotar samþykktu með 55-45 atkvæðum árið 2014 að vera áfram hluti af Stóra-Bretlandi, United Kingdom. Verulegur meirihluti Skota var andvígur Brexit og Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, segir að með útgöngunni úr ESB hafi forsendur breyst og því sé réttlætanlegt að kjósa að nýju um sjálfstæði. Ian Blackford, leiðtogi SNP í breska þinginu, tók þetta mál upp í gær og sagði: ?Ef þið horfið á lönd eins og Ísland, Írland, Noreg og Danmörku sjáið þið að þau standa sig mun betur en Bretland, þar er meiri jöfnuður, minni fátækt, meiri framleiðni, félagsleg tækifæri, meiri fjárfesting. Listinn er miklu lengri, það er óyggjandi að Bretland heldur aftur af Skotlandi, þessi lönd geta í krafti sjálfstæðis búið til ríkari, jafnari og grænni samfélög, af hverju mega Skotar það ekki líka??
Í vikunni var skrifað undir samning á milli Kanada og Dana og Grænlendinga um landamæri en áratugadeilur höfðu verið um hvar þau eiga að liggja um Hans-eyju, sem heitir Tartupaluk á máli ínúíta. Eyjan er óbyggð og óbyggileg, aðeins 1,2 ferkílómetrar að flatarmáli. Deilurnar, sem sumir nefndu kumpánlegt stríð, höfðu staðið áratugum saman, eins og segir í frétt sem Ævar Örn Jósepsson skrifaði á vef RÚV: ?Það byrjaði þegar þáverandi Grænlandsmálaráðherra Dana gaf fyrirmæli um að reisa danska fánann á eyjunni árið 1984, ellefu árum eftir að deila ríkjanna hófst og ?bardagarnir? sem fylgdu voru alltaf eins: Kanadískir dátar stigu á land, fjarlægðu danska fánann, reistu þann kanadíska í staðinn og skildu eftir flösku af kanadísku viskíi. Nokkru síðar stigu danskir dátar á land, fjarlægðu kanadíska fánann, reistu þann danska, og skildu eftir flösku af dönsku ákavíti. Og svo koll af kolli.?
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

471 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

13 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

5 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners