Heimsglugginn

Norræn pólitík og jólalög


Listen Later

Norski Verkamannaflokkurinn er í miklum öldudal um þessar mundir eins og stjórnarflokkar víðar á Norðurlöndum. Framfaraflokkurinn nýtur mests fylgis og þykir tíðindum sæta að hann skuli njóta meiri stuðnings en Høyre sem hefur haft afgerandi forystu á hægri væng norskra stjórnmála. Sænska kosningarannsóknin við háskólann í Gautaborg hefur birt lista yfir mat kjósenda á stjórnmálaleiðtogum frá 1979. Fredrik Reinfeldt, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtogi Moderaterna, fær hæstu einkunn, Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, er á botninum. Aðeins einn núverandi leiðtogi kemst á topp 10 listann, Magdalena Anderson, formaður Jafnaðarmanna.
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu einnig við Boga Ágústsson um annan sænskættaðan Anderson. Bandaríska tónskáldið Leroy Anderson sem samdi eitt vinsælasta jólalag allra tíma, Sleigh Ride. Bogi upplýsti að Leroy Anderson hefði starfað á fréttastofu Útvarpsins í síðari heimsstyrjöldinni. Hann var mikill tungumálamaður og hafði meðal annars lagt stund á forn-íslenskunám í Harvard-háskóla. Þegar hann var kallaður til herþjónustu 1942 var hann settur í gagnnjósnadeild hersins vegna tungumálaþekkingar sinnar. Hann var sendur til Íslands og hafði það hlutverk að sjá til þess að íslenskir fjölmiðlar birtu ekki fréttir sem gætu orðið Þjóðverjum til gagns. Það er orðin hefð í síðasta Heimsglugga fyrir jól að leika Fairytale of New York með írsku sveitinni Pogues. Við heyrðum brot af flutningi sveitarinnar við útför Shane MacGowans, söngvara Pogues, í desember í fyrra. Svo var upphafleg útgáfa lagsins leikin í heild.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

480 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

147 Listeners

Handkastið by Handkastið

Handkastið

14 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

21 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

19 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

72 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

25 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

11 Listeners

Eftirmál by Tal

Eftirmál

33 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

4 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

26 Listeners