Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu erlend málefni í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 á nýjum tíma og verður vikulegt spjall þeirra nú eftir fréttayfirlit klukkan hálf átta. Umræðuefni að þessu sinni voru hörð átök um borgina Bakmút í austurhluta Úkraínu, norsk málefni, Brexit-umræður í breska þinginu og afstæð tímaskynjun. Samkvæmt rannsókn John Moores-háskólans í Liverpool skynjar fólk tímann mismunandi eftir aldri, eftir sem fólk eldist finnst því tíminn líða hraðar.