Heimsglugginn

Óvissa í alþjóðamálum í upphafi nýs árs


Listen Later

Bogi Ágústsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu stöðu alþjóðamála í upphafi nýs árs. Bogi sagði að ekki yrði sagt að 2024 hafi verið gott ár á alþjóðavettvangi: í kosningum fengu popúlskir flokkar víða byr í seglin, umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna skilaði engu og stór hluti heimsins virðist kæra sig kollóttan um sífellt hættulegri hamfarahlýnun. 2024 er heitasta ár sem hefur mælst og það berast æ oftar tíðindi af ýmsum öfgafyrirbærum í veðri, illviðrum, flóðum og þurrkum.
Þau ræddu horfur fram undan, óvissu um stefnu Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, bæði í innanríkis- og utanríkismálum sem hefði mikil áhrif á þróun mála í heiminum öllum.
Undir lokin ræddu Þórunn og Bogi stöðu Íslands og mat breska tímaritsins The Economist á þróun efnahagsmála. Blaðið birti um áramót töflu þar sem ritstjórn þess metur hvaða lönd stóðu sig best á síðasta ári. Spánn, Írland, Danmörk, Grikkland og Ítalía eru í efstu sætunum á lista blaðsins. Metnir voru þættir á borð við breytingar á þjóðarframleiðslu, hlutabréfaverði, verðbólgu og þróun atvinnuleysis. Samkvæmt þessum mælikvörðum tímaritsins er Ísland í 14. sæti, milli Svíþjóðar og Lúxemborgar. Bandaríkin eru í 20. sæti en Bretland í 31. sæti. Þetta er ekki yfirlit um ástandið heldur breytingar, þegar auðlegð þjóða er metin er Ísland í sjöunda sæti yfir ríkustu þjóðir heims.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Þarf alltaf að vera grín? by Þarf alltaf að vera grín?

Þarf alltaf að vera grín?

227 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Beint í bílinn by Sveppalingur1977

Beint í bílinn

28 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Ólafssynir í Undralandi by Útvarp 101

Ólafssynir í Undralandi

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners