Pia Hanson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, var gestur Morgunvaktarinnar á þeim tíma sem Heimsglugginn er venjulega. Alþjóðamálastofnunin býður til samtals ásamt Þjóðaröryggisráði um þjóðaröryggi og alþjóðasamstarf í Hörpu í næstu viku. Athyglinni verður beint að stöðu Íslands og í fundarboði segir að stjórnvöld þurfi að takast á við samfélagslegar og alþjóðlegar áskoranir á sviði þjóðaröryggis með nýjum áherslum. Rætt var við Piu um þennan fund og viðsjárverða tíma í alþjóðamálum og samskiptum þjóða.