Jón Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands segir tíðindi af dauðsfalli Jevgenís Prígósjíns, leiðtoga Wagner-málaliðahersins, ekki þurfa að koma á óvart. Það hefði mátt búast við því að eitthvað svona gerðist. Prígósín fórst í gær þegar flugvél hans virðist hafa verið skotin niður. Flestir ganga út frá því að einkaþota Prígósjíns hafi verið grandað að fyrirskipan Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Jón telur líklegt að Pútín hafi styrkt stöðu sína.
Þá ræddu Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson um fund svonefndra BRIKS ríkja í Suður-Afríku og að lokum um rán muna úr British Museum.