Heimsglugginn

,,Pylsustríð" Breta og ESB


Listen Later

Deila Breta og Evrópusambandsins um framkvæmd Brexit-samkomulagsins á Norður-Írlandi virðist komin í harðan hnút. Fundur í Lundúnum í gær var árangurslaus, Frost lávarður, samningamaður Breta, sagði engan árangur hafa orðið en viðræðum hefði ekki verið slitið. Maros Sefcovic, formaður saminganefndar ESB, sagði að þolinmæði sambandsins gagnvart Bretum væri orðin ansi lítil. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórhildur Þorkelsdóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1.
Frost segir ESB vilja túlka Brexit-samninginn afar bókstaflega, fulltrúar ESB segja Breta brjóta alþjóðalög með einhliða aðgerðum meðal annars með því að framlengja aðlögunartíma Norður-Íra. Samkvæmt Brexit-samningnum er Norður-Írland hluti af innri markaði Evrópusambandsins og þar eiga að gilda matvælareglur ESB. Þar með ættu matvæli framleidd í Bretlandi að sæta innflutningseftirliti, þar á meðal unnar kjötvörur eins og pylsur. Breska stjórnin segir að hún vilji tryggja að Norður-Írar hafi sama úrval í verslunum og aðrir Bretar.
Fyrir meira en 30 árum gerði BBC firnavinsæla og góða seríu, Yes minister eða Já, ráðherra, sem var beitt satíra á pólitík, embættismenn og stjórnsýsluna. Þarna eru aðalhetjurnar ráðherrann Jim Hacker, ráðuneytisstjórinn sir Humphrey Appleby og Bernard Woolley, sérlegur aðstoðarmaður ráðherrans. Eitt ýktasta atriði seríunnar er þegar Hacker slær sig til riddara með því að fara í slag við ESB vegna meintrar tilraunar býrókratanna í Brussel til að banna bresku pylsuna. Ýmsum þykir sem veruleikinn sé líkur 30 ára gamalli gamanþáttaröð.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

470 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

8 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

154 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

92 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

69 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

28 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

23 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

12 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

8 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

16 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners