Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddi í Heimsglugganum við Boga Ágústsson um hneykslismál í Noregi. Tryggingarstofnun Noregs mistúlkaði reglur um ferðafrelsi innan EES svæðisins og krafði fólk sem þegið hafði bætur en ekki dvalist í Noregi um endurgreiðslur. Tryggingarstofnunin gekk svo hart fram að fólk var dæmt í fangelsi. Nú hefur norska ríkisstjórnin beðist afsökunar.
Meginefni Heimsgluggans var spjall um Kamölu Harris, varaforsetaefni Demókrata fyrir kosningarnar í haust. Hún er fyrsta konan sem ekki er hvít sem annar hvor stóru flokkanna teflir fram í forsetakosningum.