Rússar bjóða föngum sakaruppgjöf ef þeir eru reiðubúnir til að berjast í Úkraínu, að því er samtök sem hjálpa föngum segja. Fangarnir ganga til liðs við ?Wagner-hópinn? sem eru samtök málaliða, að sögn tengd rússneskum stjórnvöldum. Talið er að allt að 3000 fangar hafi þegar gengið í Wagner-hópinn til að berjast í Úkraínu og tugir þúsunda bætist við á næstu mánuðum. Olga Romanova, stofnandi samtakanna ?Rússland á bak við rimla? sagði þetta í viðtali við SVT, sænska ríkissjónvarpið, í gærkvöld.
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu málefni Úkraínu, einnig stjórnmál í Svíþjóð og Danmörku, þurrka og hita í Evrópu og gjaldþrot Dominos-pitsu staðanna á Ítalíu.