Heimsglugginn

Skotar kjósa til þings, 200 ára ártíð Napóleons


Listen Later

Spennandi kosningar eru á Bretlandi í dag þar sem kosið er til þings í Skotlandi og Wales og til fjölmargra bæjar- og sveitarstjórna. Þá eru aukakosningar um þingsæti í Hartlepool í norðausturhluta Englands. Því er spáð að Íhaldsflokkurinn vinni það sæti, en Verkamannaflokkurinn hefur átt þingmann kjördæmisins frá 1964. Spennan er mest í Skotlandi þar sem Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, gæti unnið hreinan meirihluta á skoska þinginu.
Undir lok Heimsgluggans ræddu Þórhildur Þorkelsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir við Boga Ágústsson um 200 ára ártíð Napóleons Frakkakeisara. Hann lést í útlegð á smáeyjunni Sankti Helenu sem er útnári í miðju Suður-Atlantshafi. Arfleifð hans er afar umdeild í Frakklandi. Napóleon gerbreytti stjórnskipan Frakklands, vann mikla hernaðarsigra en var að lokum borinn ofurliði í orrustunni við Waterloo í Belgíu 1815. Frakkland nútímans ber enn svip af þeim breytingum sem Napóleon gerði. En hann skerti einnig réttindi kvenna og kom þrælahaldi á að nýju í nýlendum Frakka og þess vegna finnst mörgum ótilhlýðilegt að halda upp á ártíð hans. Emmanuel Macron Frakklandsforseti reyndi að skauta fram hjá deilunum í ræðu í gær en sagði að ekki væri hægt að þurrka út fortíðina vegna þess að hún passaði ekki við hugmyndir samtímans. Nei, Napóleon Bonaparte er hluti af okkur, sagði Macron.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

473 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

13 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

5 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

29 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners