Fréttamenn án landamæra, RSF, segja í ársskýrslu sinni að fjölmiðlafrelsi hafi hafi ekki verið jafn lítið og nú frá því á tímum Kalda stríðsins. Sótt sé að frjálsum og óháðum fjölmiðlum í öllum heimshlutum, jafnvel í Evrópu þar sem mest frelsi hefur verið. RSF samtökin hafa í tuttugu ár gefið út World Press Freedom Index, lista yfir frelsi fjölmiðla í 180 ríkjum. Á nýjasta listanum sem birtur var í maí er Norðurlöndin í efstu sætunum nema Ísland, sem er í 15. sæti.
Þetta var umræðuefni er Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu um erlend málefni í Heimsglugganum við Boga Ágústsson. Þau ræddu einnig um Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og ferð hans til nokkurra Afríkuríkja, þar á meðal Egyptalands. Það mátti skilja á máli Lavrovs eftir fund hans með forseta Egyptalands að stríðsmarkmið Rússa hefðu breyst og þeir vildu stjórnarskipti í Úkraínu. Lavrov sagði að Rússar vildu hjálpa Úkraínumönnum við að losna undan andlýðræðislegri stjórn.