Breski leyniþjónustumaðurinn Christopher Steele spáir því að Vladimít Pútín Rússlandsforseti verði ekki við völd eftir þrjá til sex mánuði. Þetta var meðal efnis er Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu í Heimsglugganum í morgun. Þeir fjölluðu einnig um bresk og sænsk stjórnmál eftir að vantrauststillögur voru felldar. Þá voru vandræði SAS flugfélagsins til umræðu en sænska stjórnin hefur ákveðið að verja ekki meira fé til að styrkja félagið, sem stendur afar höllum fæti.