Við Rauða borðið í kvöld verður rætt um spillingu, umfang hennar og áhrif á íslenskt samfélag, hvernig við bregðumst við henni og hvaða tæki við höfum til að halda aftur af henni. Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu þau:
Edda Kristjánsdóttir, mannréttindalögfræðingur og einn af stofnendum Gagnsæis, sem nú er orðin Íslandsdeild Transparency International;
Árni Múli Jónasson, lögfræðingur og nýráðinn framkvæmdastjóri samtakanna;
Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður og fyrrverandi héraðsdómari; og
Kristinn Hrafnsson, blaðamaður og ritstjóri WikiLeaks.