Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin.
Davíð ræðir um fullveldishugtakið í tengslum við hugsanlega aðildarumsókn að ESB og fer m.a. yfir nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá sem verða að eiga sér stað í slíku ferli.
Ásdís og Þórdís ræða útspil Kópavogsbæjar sem lagt hefur fram 16 umbótatillögur í skólamálum og hyggst takast á við áratuga vanrækslu í menntakerfinu.
Vilhjálmur og Ragnar ræða nýjustu þróun á fjármálamarkaði, vaxandi svartsýni um að hægt verði að lækka vexti og um stóru sleggjuna sem forsætisráðherra ætlað að beita gegn verðbólgu, en ekki er búið að draga fram enn.
Erlingur sem er sérfræðingur í alþjóðamálum ræðir stöðuna á Gasa og fleiri alþjóðleg málefni í lok þáttar. Æ fleiri málsmetandi ríki virðast nú ætla sér að viðurkenna ríki Palestínumanna en á sama tíma vinna Ísraelsmenn að því - að best verður séð - að skipuleggja brottflutning fólks á Gasa, þvert á öll alþjóðalög og viðmið.