Heimsglugginn

Stjórnmál á Norðurlöndunum


Listen Later

Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu stjórnmál og efnahagsmál á Norðurlöndunum. Þeir hófu spjallið á umræðu um morðið á Olof Palme, sem var veginn á götu í Stokkhólmi 28. febrúar 1986. Á föstudag verða því 34 ár frá morðinu. Glæpurinn er enn óupplýstur en nú þykist sérstakur saksóknari vita hver hleypti af skotunum sem urðu Palme að bana.
Svíþjóðardemókratar mælast nú stærsti flokkur Svíþjóðar, könnun Novus í febrúar mældi fylgi þeirra 23,9% en fylgi Jafnaðarmanna 23,2%.
Í Noregi hefur það valdið norsku stjórninni vandræðum að upplýst var að sjávarútvegsráðherrann Geir Inge Sivertsen væri frímúrari. Fréttin olli uppnámi í Noregi, mörgum fannst ekki passa að ráðherra væri í samtökum sem alger leynd hvílir yfir. Erna Solberg forsætisráðherra tók af skarið og nú hefur Sivertsen, samflokkmaður hennar í Hægri-flokknum, sagt sig úr frímúrarareglunni.
Í Danmörku varð Mette Frederiksen að biðjast auðmjúklega afsökunar á tölvupósti þar sem lagðar voru línur fyrir árásir á Venstre, helsta stjórnarandstöðuflokkinn, á sama tíma og samningaviðræður um fjármál sveitarfélaga áttu að vera við Venstre. Þetta átti að vera til innanflokksbrúks en svo óhönduglega vildi til að afrit fór til blaðmanns á Jyllandsposten.
Þá hótar Radikale Venstre því að hætta stuðningi við stjórnina af því að Frederiksen vill ekki ráðgast við Radikale um stefnumótun í umhverfismálum. Radikale Venstre vill samkomulag um aðgerðaáætlun fyrir 5. júní þegar ár verður frá síðustu kosningum. Þá bætti Venstre raunar við sig fylgi en Danski þjóðarflokkurinn, stuðningsflokkur ríkisstjórnar Lars Løkkes Rasmussens, tapaði miklu fylgi svo stjórn Lars Løkkes féll og hann svo sjálfur síðar. Nú er Jakob Elleman-Jensen formaður Venstre.
Á Grænlandi er mikill uppgangur í efnhagsmálum vegna byggingar flugvalla og skortur á vinnuafli.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

469 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

9 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

26 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Þungavigtin by Tal

Þungavigtin

22 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners